Innlent

Reglugerð um endurgreiðslur

Verslunarmannahelgi Löggæslukostnaður við útihátíðahald skal endurgreiddur ef hann er umfram það sem eðlilegt telst.
Verslunarmannahelgi Löggæslukostnaður við útihátíðahald skal endurgreiddur ef hann er umfram það sem eðlilegt telst. Mynd/Þök

 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur gefið út umburðarbréf til lögreglustjóra vegna löggæslukostnaðar við útihátíðahald. Samkvæmt nýjum reglum skulu mótshaldarar endurgreiða lögreglu­stjóra allan kostnað sem hlýst af aukinni löggæslu umfram það sem eðlilegt getur talist.

Við mat á því hvað megi teljast eðlilegt ber lögreglustjóra að taka mið af reynslu fyrri ára vegna sambærilegra skemmtana, fjölda gesta, viðbúnaði leyfishafa og staðsetningu skemmtunarinnar, það er hvort hún er haldin í þéttbýli eða dreifbýli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×