Evra eða króna - sjónhverfingar stjórnarflokkanna 19. október 2006 05:00 Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum misserum hefur verið talsverð umræða um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónu. Sú umræða varð kröftug þegar verðgildi íslensku krónunnar hríðféll snemma á vormánuðum. Heyra mátti þá skoðun hjá ráðherrum Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á stöðu efnahagsmála að dýfan sem krónan tók væri til marks um nauðsyn þess að taka upp evru í stað krónu. Málflutningur framsóknarmanna minnti um margt á illa ræðarann sem kennir árinni. Auðvitað er sú staða sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, s.s. há verðbólga, háir vextir og viðskiptahalli, ekki krónunni að kenna heldur slakri efnahagsstjórn. Almenningur geldur fyrir slaka efnahagsstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með hæstu vöxtum í Evrópu sem þar að auki eru verðtryggðir. Háir vextir halda síðan uppi yfirverði á íslensku krónunni. Einstaka stjórnmálamaður hefur boðað að við upptöku evrunnar væri hægt að bjóða lán sem væru margfalt hagstæðari en þau sem eru í boði nú. Staðreyndin er þó sú að Ísland er langt frá því að geta uppfyllt skilyrði fyrir upptöku evrunnar. Upptaka evru er skilyrt Í fyrsta lagi er Ísland ekki í Evrópusambandinu en þó svo að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu væri björninn ekki unninn. Aðrar kröfur sem settar eru fyrir upptöku evru eru þær að verðbólga sé ekki 1,5% hærri en í þeim þrem löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er hvað stöðugast og að vextir séu ekki 2% hærri en í fyrrgreindum löndum. Íslendingar eru langt frá því að uppfylla þessi skilyrði þar sem vextir hér eru þeir hæstu í Evrópu og verðbólga er enn nálægt 8% en þyrfti að vera í kringum 2,6%. Við í Frjálslynda flokknum höfum, ásamt málsmetandi hagfræðingum, metið hvaða afleiðingar það hefði fyrir efnahagslíf á Íslandi ef hægt væri að ýta öllum lagalegum og tæknilegum hindrunum til hliðar og taka upp evru. Skilyrði Í fyrsta lagi þá þyrfti að ákveða verðgildi krónunnar. Það skiptir gríðarlega miklu máli, en ef tekin væri sú afstaða að skiptin færu fram á verðgildi krónunnar á mörkuðum nú væri verið að festa í sessi það yfirverð sem er á íslensku krónunni um leið og vextir væru færðir niður um að minnsta kosti 11% í sambærilega vexti og á evrusvæðinu í einu vetfangi. Hætt er við að slíkar sviptingar verði mikill eldsmatur fyrir verðbólguna. Til lengri tíma litið er hætt við að yfirverð í gengisskráningu í krónum í skiptum fyrir evru verði einungis leiðrétt með sársaukafullum afleiðingum, t.d. samdrætti og kjaraskerðingu. Hinn kosturinn væri að verðfella krónuna í þeim (vöru)skiptum sem færu fram á evrum og krónum en hætt er við að staða íslensku bankanna yrði erfið þar sem þeir hafa verið stórtækir á erlendum lánamarkaði og við gengisfellingu krónunnar myndi staða þeirra versna verulega. Einnig má gera ráð fyrir að tekjur bankanna myndu skerðast verulega þar sem meiri samkeppni yrði á lánamarkaði og þeir hefðu ekki sjálfvirkar tekjur af gjaldeyrisviðskiptum og endurlánum af erlendu lánsfé. Það er mikil draumsýn að ætla að við það eitt að taka upp evru hverfi allur vandi sem blasir við í hagstjórninni, hverfi eins og dögg fyrir sólu. Til þess að hægt sé að hugleiða að taka upp evru þá er forsendan sú að takast á við það ójafnvægi sem ríkir í þjóðarbúskapnum. Eigum við ekki að reyna að taka hlutina í réttri röð?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun