Innlent

Hvalstöðin án vinnsluleyfa

Frá hvalstöðinni
Unnið hefur verið að viðgerðum síðastliðnar vikur. Tilskilin leyfi eru ekki fyrir hendi til að vinna hval.
Frá hvalstöðinni Unnið hefur verið að viðgerðum síðastliðnar vikur. Tilskilin leyfi eru ekki fyrir hendi til að vinna hval. MYND/GVA

Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki starfsleyfi til matvælavinnslu en Landbúnaðarstofnun hefur ekki viljað veita stöðinni slíkt starfsleyfi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hins vegar öll leyfi í lagi. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að Hvalur hf. hafi ekki leyfi til matvælavinnslu í Hvalstöðinni.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir starfsleyfi hvalstöðvarinnar í réttum farvegi. Við erum að hefja þessar veiðar eftir langt hlé og ekki að undra þó komi upp álitaefni. Embættismenn, sem eru til þess bærir, eru að fara yfir þessi mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×