Erlent

Nauðguðu og myrtu stúlku

Frá Írak Enn eitt málið er komið upp í Írak þar sem hermenn eru sakaðir um glæpi.
Frá Írak Enn eitt málið er komið upp í Írak þar sem hermenn eru sakaðir um glæpi.

 Máli fjögurra bandarískra hermanna hefur verið vísað til herdómstóla en þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað og myrt fjórtán ára gamla íraska stúlku auk þess að hafa myrt systur hennar og foreldra í borginni Mahmoudiya, suður af Bagdad.

Þessa ákvörðun tók Thomas Turner hershöfðingi eftir að hann hafði skoðað rannsóknargögn og fengið ráðgjöf frá þeim sem hafa rannsakað málið fyrir hönd hersins.

Tveir hermannanna sem ákærðir eru eiga yfir höfði sér dauðarefsingu verði þeir fundnir sekir. Félagar þeirra horfa fram á lífstíðardóma án möguleika á reynslulausn, verði þeir fundnir sekir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×