Forðuðust deilur í sjónvarpinu 19. október 2006 04:00 Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius Gættu þess að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru. MYND/AP Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur. Erlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna. Þau tóku vissa áhættu með því að koma fram í sjónvarpsumræðum. Ef þau hefðu deilt hart, þá fengju kjósendur þá mynd af Sósíalistaflokknum að þar væri allt logandi í illdeilum. Þess vegna gættu þau sín á að grípa ekki hvert fram í fyrir öðru, heldur svöruðu til skiptis spurningum umræðustjórnandans og leiddu hjá sér flestan ágreining. „Við erum ekki hérna til þess að vinna sigur hvert á öðru," sagði Strauss-Kahn, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Lionels Jospins, 57 ára gamall. Fabius, sem er sextugur að aldri og fyrrverandi forsætisráðherra, gaf sig út fyrir að vera lengst til vinstri af þeim þremur. Hann talaði um „ofurkapítalisma" og „milljónir launþega sem geta ekki látið enda ná saman." Royal, sem er yngst þeirra þriggja, 53 ára, hefur verið efst í skoðanakönnunum mánuðum saman og hafði því mestu að tapa. Hún sagði meðal annars fátækt vera að aukast í Frakklandi og banna þyrfti þeim fyrirtækjum, sem þegið hafa aðstoð frá ríkinu, að flytja út starfsemi sína þangað sem vinnuafl er ódýrara. Félagar í Sósíalistaflokknum eru 200 þúsund og þeir eiga að velja sér forsetaframbjóðanda í prófkjöri þann 16. nóvember. Ef enginn hlýtur meirihluta í það skiptið verður valið á milli tveggja efstu í annarri umferð viku síðar. Íhaldsflokkur Chiracs forseta, sem lætur af embætti á næsta ári, mun hins vegar velja sinn forsetaframbjóðanda í janúar, en í þeim herbúðum þykir Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra sigurstranglegastur.
Erlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira