Viðskipti innlent

Leonard áfram í Leifsstöð

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og eigendur skartgripaverslunarinnar Leonard ehf. hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar í flugstöðinni með úr og skartgripi. Sævar Jónsson eigandi Leonard ehf. og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn. 

Leonard hefur rekið verslun í flugstöðinni um árabil en með samningnum nú mun stærð verslunarinnar stækka í um 65 fermetra.

Í tilkynningu frá flugstöðinni segir að aukin áhersla verða á íslenska hönnun, s.s.. vörur frá Aurum og Hendrikku Waage.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×