Innlent

Kynbundinn launamunur nánast óbreyttur í áratug

Kynbundinn launamunur hefur sama og ekkert minnkað á síðustu tíu árum. Ný rannsókn sem Capacent gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið sýnir að konur eru með 84,3% af launum karla - sem eingöngu má rekja til kyns. Fyrir tíu árum voru konur með 84% af launum karla. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Ráðherra leitar eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins um það hvort hægt sé að beita nýrri aðferðarfræði, s.s. að lýsa eftir aukinni ábyrgð stjórnenda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×