Innlent

Hátt í níu þúsund þreyta samræmd próf í 4. og 7. bekk

Hátt í níu þúsund börn í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyta í dag og á morgun samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins.

Þar segir einnig að í fyrradag höfðu borist 278 beiðnir um undanþágur fyrir nemendur frá öðru eða báðum prófunum og er það svipaður fjöldi og í fyrra. 70 prósent beiðnanna eru fyrir drengi. Fyrir utan þetta veitti Námsmatsstofnun um 700 nemendum úr hvorum árgangi heimild til að þreyta prófin með einhverju fráviki og eru það um 15-16 prósent nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×