Vita ekki hvernig Rússar skilgreina gildi sín Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 13:45 Íslensk stjórnvöld vita ekki hvernig Rússar kjósa að skilgreina sín gildi sem stefna Íslands á að stangast á við. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín. Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Flest Evrópuríki, Bandaríkin og Japan rötuðu á listann sem forsætisráðherra Rússlands staðfesti fyrr í þessum mánuði. Ríkin eru þar sögð aðhyllast „nýfrjálshyggju“ sem stangist á við hefðbundin rússnesk andleg og siðferðisleg gildi. Einu Evrópusambandsríkin sem lentu ekki á listanum voru Ungverjaland og Slóvakía þar sem stjórnvöld hafa gagnrýnt stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu og Rússlandi eftir innrás Rússa. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segist utanríkisráðuneytið ekki getað vita hvaða gildi það eru sem stjórnvöld í Kreml vísa til. „Ísland hefur alþjóðalög að leiðarljósi hvívetna og hefur, eins og kunnugt er, ítrekað hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta af ólöglegu landvinningastríði sínu í Úkraínu,“ segir í svarinu. Rússneski listinn var birtur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín um að veita vesturlandabúum sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndum“ sem stangast á við hefðbundin rússnesk gildi tímabundið hæli í Rússlandi. Samkvæmt tilskipunni taka rússnesk stjórnvöld við þessum hugmyndafræðilegum flóttamönnum fyrir utan almennan flóttamannakvóta. Hælisleitendurnir þurfa heldur ekki að sýna fram á þekkingu á rússnesku, rússneskri sögu eða lögum og umsóknir þeirra fá flýtimeðferð. Vera Íslands á listanum virðist þannig þýða að íslenskum andstæðingum nýfrjálshyggju standi til boða að setjast að í Rússlandi.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttamenn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira