Erlent

Dow Jones mælist yfir 12 þúsund stigum

MYND/AP

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 19 stig í dag og var yfir 12 þúsund stigum við lokun markaðar í Bandaríkjunum í dag, í fyrsta sinn í sögunni. Dow Jones vísitalan mælir gengi hlutabréfa í stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. Minnkandi verðbólga í Bandaríkjunum, breytingar á olíu- og bensínverði og jákvæðar afkomutölur hjá fjölmörgum fyrirtækjum eru ástæður þessa að sögn sérfræðinga á markaði.

Fram kemur á fréttavef BBC að fjárfestar séu jákvæðir og met hafi verið slegin átta sinnum á síðasta hálfa mánuðinum. Þau félög sem eru hluti af vísitölunni eru meðal annars IBM og Microsoft. Dow Jones hefur hækkað úr 11 þúsund stigum í 12 þúsund stig á aðeins tæpum átta mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×