Erlent

Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust

Kofi Annan á fundi í Sviss í dag.
Kofi Annan á fundi í Sviss í dag. MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum.

Annan sagði jafnframt að hans verstu dagar hefðu verið þegar ráðist var á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Írak og 22 létu lífið en það gerðist árið 2003. Þar lést náinn samstarfsfélagi hans, Sergio Vieira de Mello.

Það vandamál sem að hann hefði hvað mest viljað leysa, ef hann gæti, væri ástandið í Darfur auk þess sem að koma viðræðum af stað í Mið-Austurlöndum væri eitthvað sem væri honum hugleikið.

Annan fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2001 ásamt Sameinuðu þjóðunum tók við starfi sínu árið 1997. Hann er fyrsti maðurinn til þess að gegna embættinu sem kemur úr röðum starfsmanna samtakanna. Hann er nú 68 ára gamall og er frá Ghana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×