Erlent

Berlusconi fyrir rétt

Berlusconi (t.v.) og George W. Bush (t.h.) voru miklir vinir.
Berlusconi (t.v.) og George W. Bush (t.h.) voru miklir vinir. MYND/Vísir

Fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, fer fyrir rétt á morgun vegna ásakana um að hann hafi haft rangt við í viðskiptum. Berlusconi, sem hefur haft hægt um sig síðan hann tapaði í kosningum fyrir Romano Prodi fyrr á árinu, neitar öllum ásökunum og segir þetta pólitískar ofsóknir.

Undanfarin ár hefur hann verið sóttur til saka vegna ásakana um mútuþægni og að hafa vísvitandi haldið rangt bókhald hjá einu fyrirtækja sinna. Berlusconi leiddi eina langlífustu stjórn Ítalíu, frá 2001 til 2006, og var jafn þekktur fyrir mikinn stuðning sinn við George Bush, hárígræðslur og andlitslyftingar. Berlusconi er 70 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×