Innlent

Lyfjafyrirtæki verja allt að 400 milljónum á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum

MYND/GVA

Talið er að lyfjafyrirtæki verji allt að fjögur hundruð milljónum króna á ári til að liðka fyrir sölu á lyfjum sínum hér á landi. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar á Alþingi.

Tilefni fyrirspurnarinnar var frétt í Morgunblaðinu nýverið um að Geðlæknafélag Íslands boðaði til jólafundar félagsmanna í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly. Fleiri læknafélög munu þiggja framlög til hátíðahalda frá öðrum lyfjafyrirtækjum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×