Erlent

Jólafrí setja strik í reikninginn

Bændur í Norður-Kóreu að sinna starfi sínu.
Bændur í Norður-Kóreu að sinna starfi sínu. MYND/AP

Varautanríkisráðherra Rússlands, Alexander Alexeyev, sagði í dag að sexveldahópurinn svokallaði myndi sennilega ekki hittast fyrr en árið 2007. Sagði hann það vera vegna væntanlegra jólafría embættismanna.

Norður-Kórea ákvað fyrir tæpur tveimur mánuðum að snúa aftur að samningaborðinu til þess að ræða kjarnorkuáætlun sína og er hópur ríkjanna sem að því standa gjarnan kallaður sexveldahópurinn. Hann samanstendur af Rússlandi, Kína, Suður-Kóreu, Norður-Kóreu, Bandaríkjunum og Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×