Innlent

Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent

Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að mæta auknum kostnaði á næsta ári. Gjöld fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík hækka um tæp níu prósent um áramót og hafa þá hækkað um næstum fimmtán prósent á einu ári.

Gjald fyrir barn á frístundaheimilum borgarinnar er í dag 7500 krónur en verður 8160 krónur frá 1. janúar. Dvalargjald fyrir þá daga sem börnin eru ekki í hefðbundinni kennslu, milli klukkan átta og tvö á daginn, hækkar úr 800 krónum á dag í 870 krónur. Sömuleiðis hækkar gjald fyrir síðdegishressingu um 170 krónur.

Bolli Thoroddsen, fulltrúi zjálfstæðismanna í Íþrótta- og tómstundaráði, segir þetta gert að tilmælum fjármálasviðs borgarinnar sem hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,8 prósent til að mæta auknum kostnaði á árinu 2007.

Bolli segir að þrátt fyrir hækkun séu frístundaheimilin í Reykjavík hvergi ódýrari á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að miðað við 65 tíma dvöl kosti tíminn 125,5 krónur í Reykjavík miðað við til dæmis 238 í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×