Erlent

France 24 í loftið á morgun

Merki sjónvarpsstöðvarinnar.
Merki sjónvarpsstöðvarinnar. MYND/Vísir

 

Á morgun mun alþjóðleg frönsk fréttastöð hefja útsendingar, fyrsta daginn á netinu og á fimmtudaginn í gegnum gervihnattarsjónvarp. Mun hún slást um þann hóp fólk sem horfir á CNN International, BBC World Service og ensku útgáfu Al-Jazeera.

Stöðin mun sjónvarpa bæði á frönsku og ensku og er áætlað að hún komi sér upp arabískri og spænskri stöð bráðlega. Mun stöðin verða algjörlega sjálfstæð þrátt fyrir að meginfjármagn hennar komi frá frönskum stjórnvöldum og er hún sett á fót til þess að koma hinni "frönsku veraldarsýn" um allan heim.

Stöðin ætlar sér líka að leggja áherslu á myndbandsefni á vefsíðu sinni og leiða markaðinn í því. Stöðin mun heita France 24.

Þess má einnig geta að íslensk stúlka mun starfa sem fréttapródúsent við ensku rás stöðvarinnar. Hún heitir Sara M. Kolka og lagði nám á fjölmiðlafræði í Englandi. Sara sagði í viðtali við fréttamann Vísis að gríðarleg spenna væri í kringum fyrstu útsendingu stöðvarinnar sem verður á netinu klukkan 19:20 að íslenskum tíma á morgun. Stöðin mun senda út fréttir á tveimur sjónvarpsrásum, annars vegar á enskri og hins vegar á franskri.

Hægt verður að fylgjast með á vefslóðinni http://www.france24.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×