12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Barnalög, Mig langar að læra, en hann er ætlaður fyrir yngstu börnin heimilinu.
Diskurinn inniheldur 18 lög og texta eftir Kristján Hreinsson í útsetningum Kjartans Valdimarssonar. Ung og efnileg söngkona, Rannveig Káradóttir, syngur öll lögin auk þess að spila á þverflautu.
Hljóðfæraleikarar eru að auki, Kjartan á flygill og nikku, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Helgi Svavar Helgason leikur á trommur en þeir koma báðir úr Flís. Fanney og Viktoría Kjartansdætur sungu bakraddir.
Upptökur fóru að mestu fram í Heita Pottinum hjá Finni Hákonarsyni. Umslag var hannað af Ingiberg Þór Þorsteinssyni.
Lögin á disknum eru smellin, skemmtileg og hugljúf allt í senn. Þau eru ætluð yngstu börnunum en höfða reyndar til barnsins í okkur öllum.