Innlent

Segir erfiðar samningalotur framundan

Dr. Nick Campbell, formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar, telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin.

Samtök Atvinnulífsins blésu til fundar um lofslagsbreytingar og atvinnulífið í morgun. Meðal framsögumanna var Campbell sem er einnig umhverfisstjóri alþjóðlega efnavörufyrirtækisins Arkema. Hann segir að ekki hafi verið búist við afgerandi niðurstöðum í lok loftslagsráðstefnunnar þó hún hafi staðið í tæpan hálfan mánuð. Því hafi það sem fékkst í gegn verið vonum framar að hans mati.

Stefnt er að því að hefja endurskoðun á Kyoto bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2008. Campbell varar þó við erfiðu samningaferli. Það taki til orkuöryggis og efnahagsmála, ekki síður en loftslagsbreytinga. Hann telur að niðurstaðan verði samkomulag sem yfirtaki einhvern hluta Kyoto-bókunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×