Talsmaður neytenda leggst gegn því að OV og Rarik fari undir Landsvirkjun 5. desember 2006 11:45 Talsmaður neytenda leggst gegn því að eignarhlutur ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitu ríkisins verði fluttur undir Landsvirkjun eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn hans til iðnaðarnefndar vegna málsins. Þar kemur einnig fram að talsmaður neytenda taki undir þær tillögur sem fram komi í tengdu frumvarpi að fjármálaráðherra fari í stað iðnaðarráðherra framvegis með eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða, Rafmagnsveitum ríkisins og Landsvirkjun. Hins vegar telji hann hugmyndir um flutning Orkbúsins og Rarik undir Landsvirkun óheppilegar þar sem þær dragi úr tækifærum á að auka virka samkeppni á sem flestum stigum raforkumarkaðar neytendum til hagsbóta. „Þó að talsmaður neytenda tjái sig almennt ekki um eignarhald fyrirtækja á markaði dregur þessi ráðstöfun úr möguleikum á að dreifa eignarhaldi síðar með það að markmiði að auka virka samkeppni á raforkumarkaði fyrir neytendur," segir í umsögninni. Enn fremur bendir talsmaður neytenda á að tillagan sé illsamræmanleg meginforsendu laga um skattskyldu orkufyrirtækja þar sem einnig var vitnað til samkeppnissjónarmiða í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga. Í þriðja lagi telji hann að nýleg hlutafélagsvæðing Rarik hafi verið gerð í því skyni að skapa skilyrði virkrar samkeppni - neytendum til hagsbóta. Með vísan til þess leggst talsmaður neytenda gegn því að færa Orkubú Vestfjarða og Rarik undir Landsvirkjun og leggur til að í staðinn verði stigin nauðsynleg skref til þess að gera forsendur samkeppni á neytendamarkaði fyrir raforku raunverulegar og virkja krafta samkeppninnar. „Þar sem ég tel það ekki hlutverk talsmanns neytenda að hafa skoðun á því hvert eignarhald fyrirtækja á markaði skuli vera tel ég að öðrum kosti koma til álita sem illskárri kost að horfið verði frá yfirlýstri markaðsvæðingu raforkumarkaðar og komið á opinberri verðstýringu á markaði með þá grundvallarvöru sem raforka er. Tel ég ósk ríkisins af því að halda utan um „hagsmuni sína í rekstri raforkufyrirtækja með þessum hætti" eins og æskilegt er talið í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu verða að víkja fyrir hagsmunum og réttindum neytenda af virkri samkeppni á sviði raforkumarkaðar," segir að endingu í umsögn talsmanns neytenda. Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Talsmaður neytenda leggst gegn því að eignarhlutur ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitu ríkisins verði fluttur undir Landsvirkjun eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn hans til iðnaðarnefndar vegna málsins. Þar kemur einnig fram að talsmaður neytenda taki undir þær tillögur sem fram komi í tengdu frumvarpi að fjármálaráðherra fari í stað iðnaðarráðherra framvegis með eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða, Rafmagnsveitum ríkisins og Landsvirkjun. Hins vegar telji hann hugmyndir um flutning Orkbúsins og Rarik undir Landsvirkun óheppilegar þar sem þær dragi úr tækifærum á að auka virka samkeppni á sem flestum stigum raforkumarkaðar neytendum til hagsbóta. „Þó að talsmaður neytenda tjái sig almennt ekki um eignarhald fyrirtækja á markaði dregur þessi ráðstöfun úr möguleikum á að dreifa eignarhaldi síðar með það að markmiði að auka virka samkeppni á raforkumarkaði fyrir neytendur," segir í umsögninni. Enn fremur bendir talsmaður neytenda á að tillagan sé illsamræmanleg meginforsendu laga um skattskyldu orkufyrirtækja þar sem einnig var vitnað til samkeppnissjónarmiða í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga. Í þriðja lagi telji hann að nýleg hlutafélagsvæðing Rarik hafi verið gerð í því skyni að skapa skilyrði virkrar samkeppni - neytendum til hagsbóta. Með vísan til þess leggst talsmaður neytenda gegn því að færa Orkubú Vestfjarða og Rarik undir Landsvirkjun og leggur til að í staðinn verði stigin nauðsynleg skref til þess að gera forsendur samkeppni á neytendamarkaði fyrir raforku raunverulegar og virkja krafta samkeppninnar. „Þar sem ég tel það ekki hlutverk talsmanns neytenda að hafa skoðun á því hvert eignarhald fyrirtækja á markaði skuli vera tel ég að öðrum kosti koma til álita sem illskárri kost að horfið verði frá yfirlýstri markaðsvæðingu raforkumarkaðar og komið á opinberri verðstýringu á markaði með þá grundvallarvöru sem raforka er. Tel ég ósk ríkisins af því að halda utan um „hagsmuni sína í rekstri raforkufyrirtækja með þessum hætti" eins og æskilegt er talið í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu verða að víkja fyrir hagsmunum og réttindum neytenda af virkri samkeppni á sviði raforkumarkaðar," segir að endingu í umsögn talsmanns neytenda.
Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira