Innlent

Matisse á Íslandi

Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu.

Það var ekki ómerkilegur striginn sem kom upp úr rammgerðum kössunum á Listasafni Íslands í dag. Fimmtíu verk eftir einhverja helstu listamenn franska expressjónismans, meðal annars Matisse og Renoir, eru komin til landsins fyrir sýninguna Frelsun litarins. Merkileg listsöguleg sýning segir safnstjórinn enda hafi expressjónistarnir í París í byrjun síðustu aldar skilgreint hlutverk litarins upp á nýtt, farið að nota hann til að tjá liti og skoðanir. Fyrir vikið hafi þeir fengið viðurnefnið villidýrin. Og verk þessara villidýra, sem eru tryggð fyrir tvo milljarða króna, verða sem sagt til sýnis á Listasafni Íslands frá 15. desember fram undir lok febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×