Innlent

Tæpast hægt að bjarga Wilson Muuga

Frá björgunaraðgerðum í gær.
Frá björgunaraðgerðum í gær. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Vegur var lagður niður að strandstaðnum á Hvalnesi í nótt, þar sem flutningaskipið Wilson Muuga strandaði í fyrrinótt. Eftir honum verður fluttur búnaður til að reyna að dæla olíu úr geymum skipsins, en um borð eru um 120 tonn af svartolíu og 15 tonn af gasolíu.

Dvínandi líkur eru á að hægt verði að bjarga skipinu á flot aftur, þar sem það hefur borist inn fyrir skerjafláka þannig að hátt í þriggja kílómetra taug þyrfti yfir í dráttarskip. Sérfræðingar telja ekki útilokað að úr þessu verði að rífa skipið á staðnum, líkt og Víkartind við Suðurströndina fyrir röskum tíu árum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×