Viðskipti erlent

Delta hafnar US Airways

Bandaríska flugfélagið Delta hefur hafnað yfirtökutilboði flugfélagsins US Airways. Tilboðið hljóðaði upp á 8 milljarða bandaríkjadali eða tæpa 552,5 milljarða íslenskra króna. Stjórn Delta ákvað hins vegar að leita allra leiða til að hagræða í rekstri og forða flugfélaginu frá gjaldþroti.

Stjórn Delta segir yfirtökutilboð US Airways ekki endurspegla virði flugfélagsins og segir það nema 12 milljörðum dala eða 828,6 milljörðum króna. Flugfélagið ætlar á næstu fimm árum að ná samningum við lánadrottna og snúa rekstri félagsins við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×