Innlent

Ellefu áramótabrennur í Reykjavík

Um þessi áramót verða 11 áramótabrennur í Reykjavík. Þær verða allar á sömu stöðum og í fyrra. Kveikt verður í borgarbrennum kl. 20.30. á gamlárskvöld. Í frétt frá Framkvæmdasviði segir að starfsmenn hverfastöðva Framkvæmdasviðs verði við móttöku og uppröðun í bálkesti frá fimmtudeginum 28. desember. Hætt verður að taka á móti efni þegar kestirnir eru orðnir hæfilega stórir eða í síðasta lagi kl.12:00 á gamlársdag.

Stóru brennurnar eru fjórar eins og í fyrra. Brennurnar eru í tveimur stærðarflokkum, sem ákvarðast af aðstæðum á hverjum stað, en Eldvarnareftirlitið ákvarðar og hefur eftirlit með stærð brenna. Sjö brennur eru alfarið á ábyrgð Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, „borgarbrennur", en starfsmenn Framkvæmdasviðs veita jafnframt margvíslega þjónustu við aðrar brennur. Brennum hefur fækkað um eina síðan í fyrra, en þá var einnig lítil brenna í Ártúnsholti.

Stórar brennur:

Við Ægisíðu, borgarbrenna

Geirsnefi, borgarbrenna

Í Gufunesi við gömlu öskuhaugana, borgarbrenna

Fylkisbrenna við Rauðavatn

Litlar brennur:

Við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkjugarð, borgarbrenna

Við Suðurfell, borgarbrenna

Leirubakki við Breiðholtsbraut, borgarbrenna

Kléberg á Kjalarnesi, borgarbrenna

Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 44 - 46

Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll

Við Úlfarsfell

Upplýsingar eru einnig aðgengilegar í Borgarvefsjá,

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og ábyrgðaraðila brenna má fá hjá símaveri Reykjavíkurborgar - 4 11 11 11 og hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×