Vill stórefla Íslandstengsl 9. október 2006 01:15 Frederic P.N. Chang. Í heimsþorpinu eru fjarlægðir afstæðar. Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna. Erlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Frederic P.N. Chang er sendifulltrúi Lýðveldisins Kína, öðru nafni Taívan, í Kaupmannahöfn, og er sem slíkur ígildi sendiherra austur-asíska eyríkisins í Danmörku og á Íslandi. Eins og kunnugt er líta stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kína á Taívan sem hérað í Kína og neita að vera í stjórnmálasambandi við ríki sem eru í stjórnmálasambandi við eyríkið. Í viðtali við Fréttablaðið segir Chang mikinn áhuga í landi sínu á nánari tengslum við Ísland. Eftir að ég kom í fyrsta sinn hingað til lands rann það fljótt upp fyrir mér að Taívan ætti að leita nánari tengsla við Ísland. Ég fann fyrir vissum andlegum skyldleika, einhverju aðdráttarafli, segir Chang. Enda þótt landfræðilega sé langt á milli þessara tveggja eyja eiga þjóðirnar tvær eitt og annað sameiginlegt. Nú lifum við í heimsþorpinu, sem gerir fjarlægðir afstæðar, og áhugi Taívana á Íslandi eykst. Mér finnst líka aðdáunarvert, heldur Chang áfram, hve vel þið Íslendingar hafa haldið á ykkar málum frá því þið hlutuð sjálfstæði; hve þróunin á Íslandi hefur náð langt á skömmum tíma. Íslendingar eru mjög framarlega á ýmsum sviðum, sem ég tel mína þjóð geta lært af. Til dæmis búið þið yfir mjög góðri sérþekkingu á nýtingu jarðhita. Á Taívan er líka jarðhiti sem bíður þess að vera nýttur. Þarna eru tækifæri til nánara samstarfs, segir Chang. En að hans sögn eru möguleikarnir margir. Sem dæmi nefnir hann að Danir séu sterkir í hönnun en iðnframleiðsla Taívans sé ein sú samkeppnishæfasta í heimi. Þannig sé samstarf beggja hagur. Framsækin íslensk fyrirtæki gætu líka séð sér hag í slíku samstarfi. Aðspurður segist Chang hafa skilning á því að lönd eins og Ísland séu ekki í fullu stjórnmálasambandi við Taívan, vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi að vera í góðum tengslum við rísandi stórveldið Kína. En þrátt fyrir hin erfiðu samskipti yfir Formósusund segir hann Taívan vera að öllu leyti sjálfstætt í raun (de facto) og eigi þannig góð samskipti við flest heimsins lönd. En óneitanlega standi það landinu fyrir þrifum að geta ekki verið virkur aðili í alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þrátt fyrir að bæði Taívan (undir nafninu Kínverska Taipei) og Hong Kong hafi sjálfstæða aðild að WTO, auk Kína, hafi Pekingstjórnin staðið í vegi fyrir því að fulltrúar Taívans fengju að taka virkan þátt í starfi samtakanna. Chang segir þó að þrátt fyrir þessa erfiðleika láti Taívanar engan bilbug á sér finna.
Erlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira