Handbolti

Mjög mikilvægt fyrir félagið

Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta.

Alls er andvirði samningsins, sem nær til næstu tveggja ára, metið á 40 milljónir króna. Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, segir samninginn vera gríðarlega mikilvægan fyrir félagið og að hann gefi því aukna möguleika til að ná markmiði sínu, sem er að vera í fremstu röð á öllum vígstöðvum.

"Þessi samningur kemur til með að nýtast félaginu afskaplega vel og styrkir alla okkar starfsemi. Við höfum aðeins eitt takmark, að vera á meðal þeirra bestu í öllum greinum og hjá báðum kynjum," sagði Páll við Fréttablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×