Munurinn lá í sóknarnýtingunni 9. október 2006 10:15 Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Sjá meira