Innlent

Hrannar bar sigur úr býtum

Skákmót var haldið í Ráðhúsinu í gær í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Hrannar Baldursson bar sigur úr býtum en hann keppti fyrir hönd Hróksins. Þórður Harðarson sigraði í flokki sextíu ára og eldri, Elsa María Þorfinnsdóttir í flokki barna þrettán til átján ára og hinn ungi Dagur Ragnarsson í flokki tólf ára og yngri.

Á undan mótinu tefldi Helgi Ólafsson stórmeistari við fjórtán mótherja og hlaut hann Íslandsbók Páls Stefánssonar í laun frá Eddu útgáfu.

Að mótinu stóðu Hrókurinn, Skákfélagið Vin, Kátu biskuparnir og Skákíþróttafélag Háskólans í Reykjavík. Fjörutíu keppendur á öllum aldri tóku þátt í mótinu sem heppnaðist stórvel og lögðu fjölmargir leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur til að fylgjast með bæði fjöltefli og skákmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×