Viðskipti erlent

Olíuverð yfir 60 dali á tunnu

Bensíndælur.
Bensíndælur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum.

Verð á hráolíu hefur nú lækkað um 24 prósent síðan það fór í sögulegt hámark um miðjan júlí.

Verð á olíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 71 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 60,47 dali á tunnu. Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu um 99 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 6082 dali á tunnu.

Stjórnvöld í Nígeríu og Venesúela hafa þegar dregið úr framleiðslu á olíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×