Til hvers er menning? 9. október 2006 16:30 Málþingið á Bifröst hefst kl.10.00 til 16.00 og er opið öllu áhugafólki um menningu. Ráðstefnugjald er 2.500 kr. og innifalið er hádegismatur og kaffi. Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi. Á Vesturlandi hefur menning blómstrað allt frá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menningararfleifð. Í dag stunda myndlistarmenn og handverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröftugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja. En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vesturlandi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að græða á henni? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á ráðstefnu um menningu á Vesturlandi sem haldin verður á Bifröst af Menningarráði Vesturlands og Háskólanum á Bifröst laugardaginn 14. október. Á málþinginu mun Njörður Sigurjónsson, doktorsnemi við City University í London og lektor við Háskólann á Bifröst halda fyrirlestur og stýra umræðum undir nafninu: Menning, spenning - fyrir hvern? Kjartan Ragnarsson mun fjalla um stofnun og rekstur Landnámssetursins. Bárður Örn Gunnarsson, markaðsstjóri VÍS mun fjalla um af hverju fyrirtæki eigi að styrkja menningu og Elísabet Haraldsdóttir, mun kynna Menningarráð Vesturlands. Tónlist, myndlist og listhandverk verður stór hluti ráðstefnunnar að þessu sinni. Styrkþegar Menningarráðs verða áberandi. Nemendur úr Grundaskóla á Akranesi flytja tónlist en þau hlutu styrk fyrir verkefnið Ungur gamall. Þá mun Elísa Vilbergsdóttir, sópransöngkona, flytja nokkur lög við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur frá Borgarnesi sem einnig hlaut styrk úr sjóðnum. Þess má geta að Elísa kemur sérstaklega frá Þýskalandi vegna þessa viðburðar. Kjartan Ragnarsson sem kynnir Landnámssetrið í Borgarnesi og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hlutu hæsta styrk Menningarráðs vegna Landnámssetursins. Myndlista- og listhandverksmenn munu halda sýningu samhliða ráðstefnunni: Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Lára Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, Snjólaug Guðmundsdóttir frá Brúarlandi, Dýrfinna Torfadóttir frá Akranesi, Ingibjörg Ágústsdóttir frá Stykkishólmi og Sigríður Erla Gunnarsdóttir sem kynnir verkefni unnin úr Búðardalsleir. Málþingið hefst kl.10.00 til 16.00 og er opið öllu áhugafólki um menningu. Ráðstefnugjald er 2.500 kr. og innifalið er hádegismatur og kaffi. Skráning fer fram á heimasíðu Bifrastar http://www.bifrost.is á netfanginu bifrost@bifrost.is eða í síma 433 3000. Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi. Á Vesturlandi hefur menning blómstrað allt frá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menningararfleifð. Í dag stunda myndlistarmenn og handverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröftugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja. En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vesturlandi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að græða á henni? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á ráðstefnu um menningu á Vesturlandi sem haldin verður á Bifröst af Menningarráði Vesturlands og Háskólanum á Bifröst laugardaginn 14. október. Á málþinginu mun Njörður Sigurjónsson, doktorsnemi við City University í London og lektor við Háskólann á Bifröst halda fyrirlestur og stýra umræðum undir nafninu: Menning, spenning - fyrir hvern? Kjartan Ragnarsson mun fjalla um stofnun og rekstur Landnámssetursins. Bárður Örn Gunnarsson, markaðsstjóri VÍS mun fjalla um af hverju fyrirtæki eigi að styrkja menningu og Elísabet Haraldsdóttir, mun kynna Menningarráð Vesturlands. Tónlist, myndlist og listhandverk verður stór hluti ráðstefnunnar að þessu sinni. Styrkþegar Menningarráðs verða áberandi. Nemendur úr Grundaskóla á Akranesi flytja tónlist en þau hlutu styrk fyrir verkefnið Ungur gamall. Þá mun Elísa Vilbergsdóttir, sópransöngkona, flytja nokkur lög við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur frá Borgarnesi sem einnig hlaut styrk úr sjóðnum. Þess má geta að Elísa kemur sérstaklega frá Þýskalandi vegna þessa viðburðar. Kjartan Ragnarsson sem kynnir Landnámssetrið í Borgarnesi og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hlutu hæsta styrk Menningarráðs vegna Landnámssetursins. Myndlista- og listhandverksmenn munu halda sýningu samhliða ráðstefnunni: Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Lára Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, Snjólaug Guðmundsdóttir frá Brúarlandi, Dýrfinna Torfadóttir frá Akranesi, Ingibjörg Ágústsdóttir frá Stykkishólmi og Sigríður Erla Gunnarsdóttir sem kynnir verkefni unnin úr Búðardalsleir. Málþingið hefst kl.10.00 til 16.00 og er opið öllu áhugafólki um menningu. Ráðstefnugjald er 2.500 kr. og innifalið er hádegismatur og kaffi. Skráning fer fram á heimasíðu Bifrastar http://www.bifrost.is á netfanginu bifrost@bifrost.is eða í síma 433 3000.
Lífið Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira