Talíbanar hættulegri en al-Kaída liðar 13. september 2006 10:30 Pervez Musharraf, forseti Pakistans. MYND/AP Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið. Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Fundað verður í Belgíu í dag um hvernig fjölga megi í herliði NATO í Afganistan. Það var í síðasta mánuði sem yfirmenn herja Atlantshafsbandalagsins tóku við stjórn fjölþjóðlega herliðsins í Afganistan, sem áður laut stjórn Bandaríkjamanna. Síðan þá hafa árásir Talíbana færst í aukana og þær kostað fjölmörg mannslíf. Stjórnendur herja NATO hafa óskað eftir tvö þúsund og fimm hundruð manna viðbótarliði en fyrir eru um tuttugu þúsund hermenn frá þrjátíu og sjö ríkjum sem eru fyrir í landinu. Enn sem komið er hafa bandalagsríkin ekki viljað leggja til viðbótar hermenn. Ákveðið hefur verið að halda fund í Belgíu í dag þar sem fulltrúar NATO-ríkjanna ræða hvernig fjölga megi í liðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, varar við því að Talíbanar séu nú enn meiri ógn við stöðugleika í þessum heimshluta en al-Kaída hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þeir hafi náð vopnum sínum og séu mun hættulegir því ólíkt al Kaída hafi þeir skotið rótum meðal Afgana. Talíbanar hafa einnig getað flúið til Pakistans þangað sem hersveitir NATO geta ekki elt þá og sótt. Þaðan gera þeir síðan árásir. CNN hefur eftir yfirvöldum í Pakistan að þau semji frekar við Talíbana um að láta þá í friði en að fá þá í andstöðu við sig. Á myndbandinu sem AP-fréttastofan hefur komist yfir má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim. AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í ellefu daga. Á þeim tíma hafa minnst fimm hundruð og tíu herskáir Talíbanar fallið.
Erlent Fréttir Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira