Innlent

Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti

Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna. Ungliðahópur Femínistafélags Íslands stendur að baki uppátækinu og vill með því vekja athygli á þeim vandamálum á sviði jafnréttis sem hópurinn segir enn ekki leyst hér á landi. Hver fáni stendur fyrir ákveðinn málaflokk og er nafn þeirra ritað á flöggin, en þar á meðal eru heimilisofbeldi, launamisrétti, mansal, klám og ósýnileiki. Í tilkynningu frá hópnum segir að hér sé um yfirgripsmikið svið að ræða og til að leysa þessi mál þurfi samtakamátt fólksins í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×