Innlent

Atvinnuleysi í ágúst 1,2 prósent

Eins komma tveggja prósenta atvinnuleysi mældist í ágústmánuði síðastliðnum samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 11 prósent minni í ágúst en í júlí og hefur atvinnulausum fækkað um þriðjung frá því í ágúst 2005.

Atvinnuleysi í ágúst reyndist mest á Norðurlandi eystra, þó sérstaklega hjá konum en þrjú komma tvö prósent þeirra höfðu ekki vinnu. Atvinnuleysi mælist hins vegar minnst á Austurlandi af öllum landshlutum, eða 0,6 prósent. Lausum störfum fjölgaði í lok ágúst frá júlílokum eða úr 555 í 616. Búast má við að atvinnuástandið batni enn frekar enda hefur það yfirleitt gerst milli ágúst og september, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×