Innlent

37 milljónir króna söfnuðust í Göngum til góðs

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var meðal þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í söfnuninni.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var meðal þeirra sjálfboðaliða sem tóku þátt í söfnuninni. Mynd/Vísir

37 milljónir söfnuðust í landsöfnum Rauða kross Íslands, Göngum til góðs, um síðustu helgi. Það er tveimur milljónum krónum meira en safnaðist í söfnuninni fyrir tveimur árum. Í ár var mettþátttaka sjálfboðaliða en alls gengu 2.600 sjálfboðaliðar í hús um allt land. Söfnunarféð mun renna óskert til verkefna Rauða krossins í sunnverðri Afríku með sérstakri árherslur á börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Rauði krossinn mun þegar hefjast handa við að byggja þrjú barnaheimili í Malaví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×