Innlent

Meiri innflutningur á vinnafli til Íslands og Noregs

Innflutningur vinnuafls til Íslands og Noregs hefur verið mun meiri en til flestra ríkja evrópska efnahagssvæðisins á undanförnum árum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út. Flestir þeirra sem hingað koma til lands er fólk frá Austur Evrópulöndum sem eru tiltölulega nýgengin í Evrópusambandið. Og ástæðan er einföld. Lítið atvinnuleysi dregur fólk hingað til lands líkt og í Noregi frekar en til dæmis til Svíþjóðar eða Finnlands þangað sem straumur útlendinga hefur minnkað mikið. Atvinnuleysi hér á landi er nú aðeins 1,2 prósent og er með því minnsta sem gerist í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×