Innlent

Vonast til að geta hafið hvalveiðar í október

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., vonast til að geta hafið hvalveiðar í október miðað við yfirlýsingar stjórnvalda. Hann vonast til að fá haffærniskírteini í næstu viku og hvalstöðin í Hvalfirði er í endurnýjun.

Öll helstu hagsmunasamtök í sjávarútvegi auk Hvals hf. vilja hefja hvalveiðar á þessu ári og hafa þeir látið Capacent gallup gera fyrir sig skoðanakönnun. Í könnuninni kemur fram að 73 prósent íslendinga eru hlynntir því að hafnar verði hvalveiðar í atvinnuskyni. Þá höfðu 76 prósent aðspurðra borðað hvalkjöt. Þeir segja engin rök vera fyrir því að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Verið að búa hvalveiðiskipin til sjós og er bara beðið eftir grænu ljósi frá stjórnvöldum.

Eitt hvalveiðiskipið er nýkomið úr slippi og unnið er hörðum höndum við undirbúning. Eins er unnið að því að gera hvalastöðina í Hvalfirði starfhæfa en um mánuðir er eftir af þeirri vinnu. Hagsmunasamtökin benda á að rannsóknir sýni að hvalurinn éti mikið af fiski og þar fari mikil verðmæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×