Innlent

Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina

Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag.

Þetta er í sjöunda sinn sem viðurkenningar íslenska ágægjuvogararinnar eru veitt og eru verðlaun veitt í fimm flokkum. Ánægjuvogin er samræmd mæling en markmið mælingarinnar er að kanna ánægju viðskiptavina með einstök fyrirtæki. Árið 2005 voru viðskiptavinir 23 íslenskra fyritækja valdir með úrtaki úr þjóðskrá og þeir spurðir um reynslu sína af viðskiptum við fyrirtækin. Ölgerðin mældist með mesta ánægju meðal viðskiptavina sinna árið 2005, af þeim fyrirtækjum sem fengu viðurkenningu í dag. Þetta er í fimmta sinn sem fyrirtækið fær þessa viðurkenningu. Sparisjóðurinn fékk viðurkenningu í flokknum bankar og sparisjóðir en sparisjóðurinn hefur komist á lista með ánægðustu viðskiptavinina síðastliðin sjö ár. Þá fengu Hitaveita Suðurnesja, Tryggingamiðstöðin og ÁTVR einnig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×