Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn.
Kjörstöðum var lokað klukkan sex í gærkvöld og það tók rétt rúma tvo tíma að telja. Sigmar Eðvarðsson núverandi bæjarfulltrúi flokksins hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sæti. Guðmundur Pálsson er í öðru, Guðbjörg Eyjólfsdóttir í þriðja og Pétur Guðmundsson í fjórða. Sjálfstæðismenn eiga nú tvo bæjarfulltrúa í sjö manna bæjarstjórn Grindavíkur, en eru í meirihlutasamstarfi við Samfylkinguna sem á þrjá.