Innlent

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði.

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Annar varð Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins í Ísafjarðarbæ með 122 atkvæði í 2. sæti og alls 203 atkvæði. Í þriðja sæti varð Arna Lára Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða með 130 atkvæði í 3. sæti og alls 160 atkvæði og í fjórða sæti varð Jóna Benediktsdóttir, kennari á Ísafirði með alls 235 atkvæði í 1.-4. sæti. Kjörið er bindandi í fjögur fyrstu sætin.

Sigurður og Arna Lára koma úr röðum Samfylkingarinnar í Í - lista samstarfið en Jóna Benediktsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna. 478 greiddu atvkæði í prófkjörinu. Þess má geta að Sigruður Pétursson er eiginmaður fráfarandi skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, Ólínar Þorvarðardóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×