Viðskipti erlent

Góð afkoma hjá Nestlé

Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila.

Hagnaðurinn er að mestu kominn vegna hagræðingar í rekstri fyrirtækisins og hærra vöruverðs í kjölfar hækkana á hráefni.

Stjórn fyrirtækisins, sem er eitt það stærsta sinnar tegundar og framleiðir meðal annars skyndikaffið Nescafé og Smarties sælgæti, býst við góðum hagnaði út árið og reiknar með að hann verði í efri kantinum.

Rene Weber, sérfræðingur hjá svissneska bankanum Vontobel, segir afkomutölur Nestlé staðfesta að fyrirtækinu gangi mun betur en keppinauti þess, Cadbury og Unilever.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×