Viðskipti erlent

Álrisi í fæðingu?

úr álverinu á grundartanga Rusal hefur sýnt áhuga á að reisa álver á Norðurlandi.
úr álverinu á grundartanga Rusal hefur sýnt áhuga á að reisa álver á Norðurlandi.

Stjórnendur rússneska álfyrirtækisins Sual neita fréttum þess efnis að fyrirtækið ætli að sameinast keppinaut sínum og samlanda, Rusal í október. Ef af samruna fyrirtækjanna verður mun bandaríski álrisinn Alcoa, sem nú um stundir er stærsti álframleiðandi í heimi, verða sá næststærsti á eftir sameinuðu fyrirtæki Sual og Rusal.

Alexey Prokhorov, talsmaður Sual, sagði í gær að fyrirtækið tjái sig ekki um orðróm en fréttir um hugsanlegan samruna birtust í rússneska dagblaðinu Kommersant á dögunum.

Rusal, sem er þriðji stærsti álframleiðandi í heimi, og Sual vinna nú þegar að því í sameiningu að auka framleiðslu sína í NV-Rússlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Þá er Rusal eitt þeirra fyrirtækja sem sýnt hefur áhuga á að reisa álver á Norðurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×