Innlent

Árásarmenn voru dulbúnir

frá kárahnjúkum Enn hefur engin verið handtekin í tengslum við hrottafengna líkamsárás á Káraknjúkum. Árásarmennirnir voru dulbúnir.
frá kárahnjúkum Enn hefur engin verið handtekin í tengslum við hrottafengna líkamsárás á Káraknjúkum. Árásarmennirnir voru dulbúnir.

Árásarmennirnir sem réðust á Xu-Ting fa, kínverskan verkamann á fimmtugsaldri, í svefnskála við Kárahnjúka, voru dulbúnir að sögn fórnarlambsins. Maðurinn hefur því ekki getað gefið lögreglu upplýsingar um hverjir árásarmennirnir voru.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er alkunna á meðal kínversku verkamannanna hvaða menn stóðu fyrir árásinni, en enn hefur enginn gefið sig fram með upplýsingar sem nýst gætu lögreglunni.

Mennirnir réðust inn í svefnherbergi mannsins aðfaranótt sunnudags og lömdu og klipu hann með naglbít og skildu eftir í blóði sínu. Litlu munaði að manninum blæddi út og samkvæmt heimildum blaðsins voru áverkarnir lífshættulegir. Þrátt fyrir það rannsakar lögregla ekki málið sem manndrápstilraun. Maðurinn fannst afar illa útleikinn á sunnudagsmorgun af herbergisfélaga hans sem var að koma af næturvakt.

Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík hélt áfram störfum í gær og rannsakaði vettvang og ummerki. Engar yfirheyrslur fóru fram í gær en Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn á Egilsstöðum útilokar ekki að fleiri verði yfirheyrðir vegna málsins.

Síðast þegar fréttist var líðan mannsins eftir atvikum góð og flytja átti manninn á sjúkrahúsið í Neskaupstað í gær. Engar nánari upplýsingar fengust uppgefnar hjá sjúkrahúsinu um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×