Innlent

Glæpum fækkar í Kópavogi

Samkvæmt tölum frá lögreglunni í Kópavogi fyrir fyrstu sex mánuði ársins, fer afbrotum fækkandi í umdæminu.

Miðað við fyrstu sex mánuði ársins í fyrra hefur þjófnuðum fækkað um 27 prósent á milli ára. Ef sérstaklega eru skoðuð svokölluð hnuplmál eða þjófnaður úr verslunum, hefur slíkum málum fækkað um fjörtíu prósent.

Þá hefur innbrotum í umdæminu fækkað um tuttugu prósent á tímabilinu. Í 45 prósent tilvika var brotist inn í fyrirtæki eða stofnanir, þrjátíu prósent innbrotanna voru í bifreiðar og tólf prósent voru í íbúðarhúsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×