Innlent

Afpláni 300 daga eftirstöðvar

Bónus vídeó Maðurinn réðst á tvær konur í ráninu í lok júlí, stal tæpum tveimur milljónum, braut glugga og stökk síðan niður af annarri hæð.
Bónus vídeó Maðurinn réðst á tvær konur í ráninu í lok júlí, stal tæpum tveimur milljónum, braut glugga og stökk síðan niður af annarri hæð.

Karlmaður sem framdi rán á skrifstofum Bónus vídeó í Hafnarfirði í lok júlí þarf að afplána 300 daga eftirstöðvar 20 mánaða fangelsisvistar sem hann hlaut í Malmö í Svíþjóð á síðasta ári. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis.

Maðurinn er grunaður um að hafa framið rán á skrifstofum Bónus vídeós 31. júlí síðastliðinn, ráðist á tvær konur sem þar starfa og haft á brott með sér 1,8 milljónir króna. Hann var handtekinn fyrir utan ránsstaðinn eftir hafa brotið glugga og stokkið út.

Maðurinn hlaut dóm í Malmö hinn 10. febrúar í fyrra og var veitt þaðan reynslulausn til tveggja ára, sem ekki eru liðin. Þegar hann framdi ránið í Hafnarfirði taldist hann því hafa brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar og hefur verið gert að afplána 300 daga eftirstöðvar dómsins.

Þá er maðurinn grunaður um fleiri brot sem myndu teljast rof á reynslulausninni til dæmis gripdeild, líkamsárás og fíkniefnalagabrot í júlí á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×