Innlent

Telur meira en ókyrrð þurfa til að granda flugvél

Formaður Rannsóknarnefndar flugslysa telur ókyrrð eina og sér ekki geta grandað farþegaflugvélum heldur þurfi fleiri þættir að koma til. Eins segir hann sjaldgæft að eldingar verði til þess að flugvélar hrapi.

Sjónarvottar segja flugvélina sem fórst í Úkraínu í gær hafa verið í heilu lagi þegar hún steyptist úr háloftunum. Yfirvöld hallast helst að því að flugvélin hafi misst afl í þrumuveðri eða ókyrrð.

Þorkell Ágústsson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, telur flugslys oftast verða vegna nokkurra samhangandi þátta. Því telur hann ástæðulaust fyrir flugfarþega að óttast fái þeir fregnir af ókyrrð eða þrumuveðri. Hann segir líka eldingar geta skaðað flugvélar en sjaldgæft sé að þær verði til þess að flugvélar hrapi. Flugvélar séu búnar til þess að standa af sér eldingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×