Loka þurfti brúnni yfir Jökulsá á Dal vegna vatnavaxta síðdegis í gær. Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á framkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Hvort tveggja er að vatnshæðin er ekki meiri en svo að vaða má yfir ána og svo eru menn viðbúnir vatnavöxtunum.
Vatnavextirnir eru árviss viðburður í ágúst og hefur brúin venjulega lokast í tvo til þrjá daga öll árin sem framkvæmdir hafa staðið yfir á Kárahnjúkasvæðinu.