Innlent

Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar.

Myndirnar fundust við skoðun á tölvunni sem lögregla lagði hald á við húsleit á heimili mannsins í október í fyrra. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt en dómurinn taldi í ljósi þess hve margar myndirnar voru og grófar að um stórfellt brot væri að ræða. Þegar tekið hafði verið tillit til þess að maðurinn hefði aldrei áður komist í kast við lögin þótti þriggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til þriggja ára hæfileg refsing. Jafnframt var tölva mannsins gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×