Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu 19. ágúst 2006 00:01 STIGIÐ AF SVIÐINU. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, lauk ræðu sinni á flokksþinginu í gær á orðunum: „En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu.“ Flokksmenn hylltu Halldór að ræðunni lokinni með löngu lófataki. MYND/STEFAN Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki. Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Fleiri fréttir Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki.
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Fleiri fréttir Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Sjá meira