Innlent

Vilja hefja sölu á lituðu bensínu

Mynd/Hari

Forráðamenn Atlantsolíu hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra að hann beiti sér fyrir því að heimilt verði að hefja sölu á lituðu bensíni. Lagt er til að sala á lituðu bensíni færi eingöngu fram á bensínstöðvum og myndi lúta sömu reglum og sala á litaðri díselolíu. Með því að leyfa sölu á lituðu bensínu þá gætu eigendur slátturvéla, skemmtibáta, torfæruhjóla, fjórhjóla og sexhjóla keypt litað bensín og þar með sparað töluvert en samkvæmt útreikningum Atlantsolíu myndi líterinn af lituðu bensíni seljast á níutíu krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×