Leikmenn Villareal hafa ekki miklar áhyggjur af andstæðingum sínum Glasgow Rangers í Meistaradeildinni og segja varnarmenn liðsins seina og luralega. Leikstjórnandinn knái Juan Roman Riquelme verður til í slaginn eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla.
Jan Kromkamp, leikmaður Liverpool og fyrrum leikmaður Villareal, segir að þó það henti spænska liðinu illa að spila á móti líkamlega sterku liði Rangers, muni tækni þeirra spænsku tryggja þeim sigur þegar upp er staðið.