Sport

Galdrakvartettinn fer fyrir Brasilíu

Byrjunarlið Brasilíumanna á HM er ekki árennilegt, en nokkra af þeim leikmönnum má sjá á þessari mynd sem er síðan í álfukeppninni síðasta sumar
Byrjunarlið Brasilíumanna á HM er ekki árennilegt, en nokkra af þeim leikmönnum má sjá á þessari mynd sem er síðan í álfukeppninni síðasta sumar AFP

Landsliðsþjálfari Brasilíumanna í knattspyrnu, Carlos Alberto Parreira, er ekki í vafa um hvernig hann vill stilla upp liði sínu á HM í sumar og hann hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt í opnunarleiknum gegn Króötum þann 13. júní.

Byrjunarlið Brassa verður það sama og spilaði síðasta leikinn í undankeppninni í október gegn Venezuela og þar á meðal er hinn svokallaði "galdra-kvartett" í sókninni, en það eru þeir Kaka, Ronaldinho, Ronaldo og Adriano. Annars verður liðið væntanlega skipað eftirtöldum leikmönnum ef allir verða heilir heilsu;

Dida stendur í markinu. Vörnina skipa þeir Cafu, Joan, Lucio og Carlos. Emerson og Ze Roberto eru varnartengiliðir og galdrakvartettinn áðurnefndi í framlínunni. Parreira segir að snillingurinn Ronaldinho mun leika mjög svipað hlutverk hjá brasilíska landsliðinu og hjá Barcelona, en þó muni hann þurfa að deila sviðinu eitthvað meira með félögum sínum í landsliðinu í stað þess að eiga það út af fyrir sig hjá Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×